Gleðilega Svansdaga
Við hjá Svaninum blásum til markaðsherferðar dagana 26. september til 6. október. Markmiðið er að upplýsa neytendur um hvar Svansvottaðar vörur eru að finna.
Við höfum kortlagt úrvalið á Svansvottuðum vörum á Íslandi eftir bestu getu og sett saman lista yfir hvar Svansvottaðar vörur er að finna. Svansvottaðar vörur fást nú í fjölbreyttum verslunum af öllu tagi. Allt frá húsgagnaverslunum, matvöruverslunum og byggingavöruverslunum til apóteka og sérvöruverslana. Kíktu á listann og láttu hann koma þér á óvart!
Íslenskum neytendum finnst þau oftar sjá vörur markaðssettar sem „grænar“ án góðra útskýringa heldur en nágrannar okkar á Norðurlöndunum. Þetta er áhyggjuefni og því viljum við vekja athygli á áreiðanlegum umhverfisvottunum líkt og Svaninum.
Eftirfarandi tölur úr nýlegri neytendakönnun sem framkvæmd var fyrir Svaninn var kveikjan að þessari markaðsherferð.
- 75% finnst krefjast meiri fyrirhafnar að finna umhverfisvænar vörur
- 79% finna til ábyrgðar sem neytendur til að velja umhverfisvænar vörur
- 80% treysta því að Svansvottuð vara sé góð fyrir umhverfið
- 95% þekkja Svansmerkið
Gleðilega Svansdaga!