fbpx
11. júlí 2025

Héraðsprent stóðst endurvottun

Héraðsprent á Egilsstöðum stóðst nýlega endurvottun Svansins samkvæmt nýjum og hertum viðmiðum fyrir prentþjónustur – fyrst allra á Íslandi.

Prentþjónustan hefur verið Svansvottuð síðan 2016 og sýnir mikinn metnað þegar kemur að umhverfismálum. Með þessari endurvottun undirstrikar Héraðsprent áframhaldandi skuldbindingu við sjálfbærari lausnir í prentþjónustu.

Nýjustu viðmiðin fela í sér hertar kröfur og leggja aukna áherslu á:

  • Efnanotkun
  • Rokgjörn lífræn efnasambönd (VOC)
  • Mælanlega og tímasetta stefnu til að draga úr umhverfisáhrifum
  • Árlega eftirfylgni á lykilkröfum, m.a. um efnanotkun, undirlag, VOC og orkunotkun.

Lesa má nánar um viðmiðin hér.

Við óskum Héraðsprenti innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

Fleiri fréttir