11. júlí 2025
Héraðsprent stóðst endurvottun
Héraðsprent á Egilsstöðum stóðst nýlega endurvottun Svansins samkvæmt nýjum og hertum viðmiðum fyrir prentþjónustur – fyrst allra á Íslandi.
Prentþjónustan hefur verið Svansvottuð síðan 2016 og sýnir mikinn metnað þegar kemur að umhverfismálum. Með þessari endurvottun undirstrikar Héraðsprent áframhaldandi skuldbindingu við sjálfbærari lausnir í prentþjónustu.
Nýjustu viðmiðin fela í sér hertar kröfur og leggja aukna áherslu á:
- Efnanotkun
- Rokgjörn lífræn efnasambönd (VOC)
- Mælanlega og tímasetta stefnu til að draga úr umhverfisáhrifum
- Árlega eftirfylgni á lykilkröfum, m.a. um efnanotkun, undirlag, VOC og orkunotkun.
Lesa má nánar um viðmiðin hér.
Við óskum Héraðsprenti innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.
15. október 2025
9. október 2025
9. október 2025
8. október 2025
