fbpx
2. febrúar 2023

Dagvöruverslanir – opið umsagnaferli

Nú gefst kostur á að gera athugasemdir við tillögu Svansins að uppfærðum viðmiðum fyrir dagvöruverslanir. Eitt af því sem einkennir Svaninn er að viðmiðin okkar eru endurskoðuð reglulega til að við séum ávallt að taka tillit til þróunar á markaðnum og uppfærðri þekkingu í umhverfismálum. Með það að leiðarljósi er nú búið að setja fram breytingartillögur á viðmiðum fyrir dagvöruverslanir.

Svanurinn tekur mið af öllum lífsferlinum og setur fram strangar kröfur sem varða heilsu fólks og umhverfið. Athugasemdir viðeigandi aðila eru því mikilvægar og verða teknar til skoðunar af umhverfismerkjanefnd og Norræna umhverfismerkjaráðinu.

Hér má finna drög að viðmiðunum, athugasemdir skulu sendar inn á svanurinn@ust.is eigi síðar en 2. apríl 2023 svo að þær verði teknar til skoðunar.

HVERJAR ERU HELSTU BREYTINGARNAR?

Helstu breytingarnar miðað við síðustu útgáfu viðmiðanna eru:

  • Kröfur um hlutfall lífrænt- og MSC vottaðrar matvöru sem og umhverfisvottaðra vöru hefur verið hert.
  • Nýjum kröfum hefur verið bætt við með því að markmiði að lyfta upp sjálfbærri framleiðslu, t.d. má nefna bann við erfðabreyttri matvöru (GMO) og stigakrafa fyrir matvöru úr nærsamfélagi og framleiðslu sem tekur mið af að koma í veg fyrir eyðingu skóga.
  • Krafa um matarsóunhefur verið lyft upp og þróuð áfram, t.d. eru skyldukröfur fyrir greiningu og forvarnir matarsóunar.
  • Orkusparnarður og loftlagsaðgerðir hafa verið þróaðar í verklagsreglur með áherslu á orkusparnað í daglegum rekstri og innkaupum, viðmiðunargildi fyrir hámark orkunotkunar hefur verið fjarlægt.
  • Viðmið um óflokkaðan úrgang hafa verið hert og þarf nú m.a. að vigta lífrænan úrgang og auknar skyldur á flokkun.
  • Innkaup fyrir rekstur verslananna hafa verið hertar og er nú skylda að 100% innkaupa á prentuðu efni og mjúkpappír séu umhverfisvottuð.
  • Ný krafa um flutning fyrir vefverslun, krafan á eingöngu við verslanir þar sem vörur eru sóttar í verslun. Einnig eru kröfur á innkaup bifreiða og þjálfun í vistakstri.
  • Einnig hefur verið bætt við kröfu um þjálfun starfsfólks og vitneskju þeirra á umhverfisvottunum og hvað það þýðir að vera starfsmaður í svansvottaðri verslun.

HVERJIR GETA SENT INN UMSÖGN?

Allir geta sent inn umsögn, hvort sem það eru einstaklingar, fyrirtæki eða stofnanir sem hafa áhuga á að taka þátt í þróunarvinnu viðmiða Svansins fyrir dagvöruverslanir. Okkur þætti vænt um ef þú gætir vinsamlegast dreift upplýsingum um opna umsagnarferlið til þeirra sem það gæti varðað.

HVAÐ SVO?

Þegar umsagnartímanum er lokið verða umsagnir teknar  saman, þær metnar og ný endurskoðuð tillaga af viðmiðum lögð fyrir umhverfismerkjaráð allra Norðurlandanna. Í kjölfarið  mun Norræna umhverfismerkjaráðið taka ákvörðun um útgáfu  nýrra viðmiða.

Allar umsagnir sem koma fram í þessu ferli og svör Svansins við þeim verða birtar í ákvörðun Norræna umhverfismerkjaráðsins sem verður aðgengileg á heimasíðu Svansins í tengslum við birtingu nýju útgáfu viðmiðanna.

Endilega sendu okkur línu á svanurinn@ust.is ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi umsagnarferlið.

Fleiri fréttir