fbpx
27. júní 2023

Dalur, mötuneyti Íslandsbanka hefur lokið endurvottun

Ríkharður Gústavsson, deildarstjóri Dalsins og Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Svansins.

Mötuneyti Íslandsbanka, Dalurinn, hefur hlotið endurvottun Svansins fyrir að fylgja nýjum viðmiðum fyrir veitingarekstur.

Mötuneytið fékk Svansvottun fyrst í byrjun árs 2021. Með vottuninni hefur Íslandsbanki sýnt gott fordæmi og samfélagslega ábyrgð samhliða því að framfylgja sjálfbærnistefnu bankans.

Vottunarferlið einkenndist af metnaði sem sannar sig í þeim aðgerðum sem ráðist var í. Til dæmis að:

  • Þjálfa starfsfólk í vatns- og orkusparandi verklagi.
  • Flokka vandlega allan úrgangs sem fellur til.
  • Mæla matarsóun á hverjum degi.
  • Setja aðgerðir sem koma í veg fyrir matarsóun.
  • Auka innkaup á lífrænt vottuðum vörum.

Til að lágmarka kolefnisspor mötuneytisins er grænmetisréttur í boði á hverjum degi og kjötlaus dagur einu sinni í viku.

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Til að hljóta Svansvottun þurfa fyrirtæki að uppfylla strangar umhverfis- og gæðakröfur sem taka til alls lífsferils vöru eða þjónustu. Dalur er fyrsti leyfishafinn innan viðmiðaflokksins til að klára endurvottun Svansins samkvæmt þessum nýuppfærðu viðmiðum.

Það er ánægjulegt að sjá innanhúss mötuneyti innleiða Svansmerkið þar sem vottunin felur ekki í sér samkeppnisforskot á markaði heldur er verkefnið dregið áfram af umhverfishugsjón stjórnenda mötuneytisins með góðum stuðning yfirmanna og stjórnar.

Fleiri fréttir