fbpx
25. september 2024

Gleðilega Svansdaga

Við hjá Svaninum blásum til markaðsherferðar dagana 26. september til 6. október. Markmiðið er að upplýsa neytendur um hvar Svansvottaðar vörur eru að finna.

Við höfum kortlagt úrvalið á Svansvottuðum vörum á Íslandi eftir bestu getu og sett saman lista yfir hvar Svansvottaðar vörur er að finna. Svansvottaðar vörur fást nú í fjölbreyttum verslunum af öllu tagi. Allt frá húsgagnaverslunum, matvöruverslunum og byggingavöruverslunum til apóteka og sérvöruverslana. Kíktu á listann og láttu hann koma þér á óvart!

Íslenskum neytendum finnst þau oftar sjá vörur markaðssettar sem „grænar án góðra útskýringa heldur en nágrannar okkar á Norðurlöndunum. Þetta er áhyggjuefni og því viljum við vekja athygli á áreiðanlegum umhverfisvottunum líkt og Svaninum.

Eftirfarandi tölur úr nýlegri neytendakönnun sem framkvæmd var fyrir Svaninn var kveikjan að þessari markaðsherferð.

  • 75% finnst krefjast meiri fyrirhafnar að finna umhverfisvænar vörur
  • 79% finna til ábyrgðar sem neytendur til að velja umhverfisvænar vörur
  • 80% treysta því að Svansvottuð vara sé góð fyrir umhverfið
  • 95% þekkja Svansmerkið

Gleðilega Svansdaga!

Fleiri fréttir