fbpx
18. september 2023

Hvað er Svansvottuð íbúð? Kynningarfundur fyrir fasteignasala

Umhverfisstofnun býður fasteignasölum morgunhressingu og kynningu á Svansvottuðum íbúðum. Eftir kynninguna förum við í skoðunarferð um skrifstofuhúsnæði Umhverfisstofnunar sem lauk Svansvottuðum endurbótum árið 2019.

Viðburðurinn fer fram miðvikudaginn 4. október kl. 9:15 að Suðurlandsbraut 24, 5. hæð.

Skráningarhlekkur

Í kynningunni munum við fjalla um:

  • Hvað felst í Svansvottun bygginga?
  • Hvað hag hafa kaupendur af því að kaupa Svansvottaðar íbúðir?
  • Hvernig á að auglýsa/markaðssetja byggingar sem eru í Svansvottunarferli?
  • Græn húsnæðislán

Kynninguna flytja Bergþóra Kvaran og Guðrún Lilja Kristinsdóttir, sérfræðingar í teymi hringrásarhagkerfis.

Nánar um Svansmerkið

Svansvottunarferli bygginga tekur á þáttum eins og innivist, efnanotkun, lágmörkun kolefnisspors, hringrásarhagkerfinu og fleiru.

Meginmarkmið Svansins er að draga úr umhverfisáhrifum af vörum eða þjónustu og auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni kosti.

Umhverfisstofnun er umsjónaraðili Svansvottunarinnar á Íslandi og vinnur náið með skrifstofum Svansins á öllum Norðurlöndunum.

Fleiri fréttir