fbpx
23. febrúar 2023

Ný viðmið Svansins fyrir nýbyggingar taka gildi

Nú hafa ný viðmið fyrir nýbyggingar (New buildings) verið samþykkt og taka þau formlega gildi í maí á þessu ári en þó verður hægt að sækja um í þeim frá og með núna. Viðmiðin eru útgáfa 4 og fylgja þeim þónokkrar breytingar frá útgáfu 3.

Helstu breytingarnar felast til að mynda í orku- og loftslagskaflanum en búið er að innleiða fleiri kröfur sem taka mið af því að lækka kolefnisspor bygginga. Þar má til dæmis nefna kröfu um loftslagsútreikninga, steypu, ál og stál svo eitthvað sé nefnt. Einnig er hringrásarhagkerfinu gerð betri skil en nú er orðið að skyldu að flokka 70% af byggingarúrgangi, hægt er að fá stig fyrir hönnum sem miðar að niðurrifi byggingarinnar, aðlögunarhæfni hennar ofl. Efnakröfurnar taka minniháttar breytingum og búið er að einfalda gæðakröfurnar en á sama tíma er sett aukin áhersla á líffræðilegan fjölbreytileika.

Umsækjendur sem sækja um fyrir 28.febrúar 2023 geta áfram sótt um í útgáfu 3 óháð tímaramma verkefnisins. Umsækjendur sem sækja um eftir þann tíma þurfa að sýna fram á að framkvæmdir hefjist fyrir 30.september 2024 ef þeir ætla að sækja um í útgáfu 3 en ef framkvæmdir hefjast eftir þann tíma er einungis hægt að sækja um í útgáfu 4.

Einhverjar breytingar verða á kröfum fyrir samþykktum byggingarefnum en hins vegar var tekin ákvörðun um að takmarka þær breytingar eins og hægt er til að einfalda vinnuna við að fá vörur aftur samþykktar.

Byggingarvörur sem hafa fengið samþykki til notkunar í Svansvottuðum byggingum eru núna með gildistíma til 30.september 2026 en fyrir þann tíma þarf að sækja aftur um samþykki fyrir öllum byggingarvörum.

Hér má hlaða niður útgáfu 4 af viðmiðum Svansins fyrir nýbyggingar

Fleiri fréttir