Nýjar leiðbeiningar fyrir nýbyggingarviðmiðin, útgáfu 4
Nú hafa verið birtar nýjar leiðbeiningar fyrir Nýbyggingarviðmiðin (089 New buildings) útgáfu 4 á íslensku. Viðmiðin hafa hingað til einungis verið til á ensku og ekki verið þýdd yfir á íslensku en þetta leiðbeiningarrit ískenskar og útskýrir frekar hverja kröfu fyrir sig ásamt því að innihalda ítarefni.
Þess skal þó getið að skjalið er einungis til leiðbeininga. Umsækjendum ber ávalt að fylgja kröfum í viðmiðaskjalinu til að öðlast Svansvottun.
Skjalið verður uppfært reglulega og stefnt er að því að gera það að lifandi skjali. Þess vegna er mælt með því að hlaða því ekki niður heldur skoða það í vafra í gegnum heimasíðu Svansins til að vera með nýjust útgáfuna.
Hér má nálgast íslensku leiðbeiningarnar fyrir nýbyggingarviðmiðin.
Einnig hafa verið gefnar út leiðbeiningar til að uppfylla kröfur O31-O33 en þær kröfur snúa að líffræðilegum fjölbreytileika, þær má nálgast hér.
Allar leiðbeiningar eru síðan aðgengilegar undir inni á www.svanurinn.is/byggingar undir ítarefni.