fbpx
12. janúar 2022

Opið umsagnarferli: Viðmið Svansins fyrir nýbyggingar

Síðustu ár hefur Norræna umhverfismerkið Svanurinn unnið að uppfærslu á viðmiðum Svansins fyrir Nýbyggingar 089 – Íbúðahús, skólabyggingar og skrifstofubyggingar. Til að samstaða sé um innihald viðmiðanna er mjög mikilvægur hluti af ferlinu að fá viðbrögð frá aðilum sem komið hafa að vottunarferli nýbygginga á einn eða annan hátt.

Nú gefst því kostur á að gera athugasemdir við tillögu að viðmiðunum. Svanurinn tekur mið af öllum lífsferlinum og setur fram strangar kröfur sem varða heilsu fólks og umhverfið. Athugasemdir viðeigandi aðila eru því mikilvægar og verða teknar til skoðunar af umhverfismerkjanefnd og Norræna umhverfismerkjaráðinu.

Athugasemdir skulu sendar inn eigi síðar en 15. mars 2022 svo að þær verði teknar til skoðunar. Hér að neðan má finna drög af viðmiðunum og form til þess að skila inn athugasemdum.

Hverjar eru helstu breytingarnar

  • Viðmiðin ná nú einnig yfir skrifstofubyggingar, auk þeirra byggingategunda sem tilteknar eru í núgildandi viðmiðum (útgáfa 3): Small houses, apartment buildings and buildings for schools and preschools.
  • Í kaflanum um hringrásarhagkerfi eru hvoru tveggja endurskoðaðar og nýjar kröfur sem taka mið af úrgangsforvörnum, notkun endurnýjanlegra byggingarefna, skyldukröfu um endurnotkun byggingarvara, endurnotkun og endurvinnslu byggingarefnis. Byggingin skal vera byggð í samræmi við hönnun þar sem tekið er mið af niðurrifi og aðlögunarhæfni.
  • Í loftslagskaflanum er nú skyldukrafa um loftslagsyfirlýsingu með tilliti til reglugerðar í hverju landi fyrir sig. Viðmiðunarmörk hvers lands verða síðar staðfest og innleidd í viðmiðin eftir samráðsfund. Settar hafa verið strangar kröfur um byggingarefni með mikil áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda eins og steinsteypu, stál og ál. Gerð er skyldukrafa um að ekki sé notað jarðefnaeldsneyti til upphitunar, útþurrkunar o.s.frv. á byggingarsvæði og stigakrafa um að vinnuvélar notaðar séu knúnar áfram af endurnýanlegu eldsneyti.
  • Í kaflanum um orkumál hafa verið sett ný viðmiðunarmörk fyrir orkunotkun bygginga. Krafan nær nú einnig til Íslands. Vatnssparandi blöndunartæki verða að skyldukröfu.
  • Allar kröfur um innivist hafa verið uppfærðar. Kröfurnar hafa verið gerðar skýrari, í einhverjum tilfellum hafa þær verið hertar og nokkrar nýjar kröfur hafa verið kynntar. Kröfur um dagsbirtu hafa verið endurskoðaðar í samræmi við nýja Evrópustaðalinn EN17037. Hitastig innandyra er orðið að skyldukröfu. Einnig hafa verið teknar upp skyldukröfur varðandi hljóðvist innandyra fyrir íbúðarhúsnæði og ný skyldukrafa varðandi loftgæði innandyra er kynnt en hún tekur mið af innihaldi koltvísýrings í innilofti.
  • Kröfur um efnavörur og innihaldsefni í byggingarvörum hafa aðallega verið endurskoðaðar með tilliti til breytinga á löggjöf sem tiltekin efni falla undir. Auk þess hafa undantekningar verið endurskoðaðar og ný skilgreining á mögulega hormónaraskandi efnum tekin upp. Krafan um nanóefni í byggingavörum hefur verið fjarlægð en fellur að hluta til undirkröfu um örverueyðandi íblöndunarefni. Íblöndunarefni í steinsteypu falla ekki lengur undir efnakröfur. Lögð er til skyldukrafa um halógenfríar raflagnir.
  • Skyldukrafa hefur verið lögð til varðandi umhverfisvottaðar vörur sem notaðar eru í Svansvottuðum byggingum.
  • Líffræðilegur fjölbreytileiki hefur fengið stærra hlutverk. Krafan um trjátegundir á bannlista hefur verið færð til nútímans og falla nú aðrir byggingarþættir og efni undir kröfuna um vottað og rekjanlegt hráefni úr við. Skyldukrafa um kortlagningu vistkerfa og stigakröfur um aðgerðir til þess að varðveita líffræðilegan fjölbreytileika hafa verið lagðar til.
  • Viðmiðin hafa verið aðlöguð þannig að Svansvottaðar byggingar falli undir flokkunarkerfi ESB fyrir grænar fjárfestingar, umhverfismarkmið og lágmörkun loftslagsáhrifa. Þeir hlutar flokkunarkerfisins sem enn hafa ekki verið birtir verða teknir til greina og uppfærðir í seinni útgáfum viðmiðanna.

Til viðbótar við ofangreind atriði viljum við einnig fá athugasemdir við eftirfarandi:

  • Innleiðingu viðmiða fyrir skrifstofubyggingar
  • Kröfu O2 Stigakrafa – Er möguleiki fyrir allar tegundir bygginga að ná þeim lágmarksfjölda stiga sem krafist er?
  • Krafa O8 Sement og steinsteypa – verður hægt að uppfylla kröfuna á öllum Norðurlöndunum?
  • Krafa O9 Stál – Nauðsynlegt hlutfall af endurunnu efni
  • Krafa O13 Meðhöndlun byggingaúrgangs – Tilskilið hlutfall efna sem flokka skal til endurnotkunar/endurvinnslu
  • Krafa O16 Endurnotaðar byggingarvörur og efni – Ný krafa
  • Krafa O30 Fylling með kornum á leikvöllum og útisvæðum – Gúmmí og plast mega ekki vera hluti af fyllingarefninu
  • Krafa O35 Rekjanleiki timburs og bambus – Byggingarhlutum og vörum hefur verið bætt við.
  • Krafa O36 – Vistfræðiskýrsla og O37 Aðgerðir fyrir líffræðilegan fjölbreytileika – Nýjar kröfur
  • Krafa O39 Dagsbirta – Nýjar hermunaraðferðir og hertar kröfur
  • Krafa 040 Hitastig innandyra – Ný krafa

Skjöl til að hlaða niður

Tillaga að viðmiðum (á sænsku)

Tillaga að viðmiðum (á ensku)

Bakgrunnsgögn viðmiðanna (á ensku)

Hverjir geta sent inn umsögn?

Aliir geta sent inn umsögn, hvort sem það eru einstaklingar, fyrirtæki eða stofnanir sem hafa áhuga á að taka þátt í þróunarvinnu viðmiða Svansins fyrir nýbyggingar. Okkur þætti vænt um ef þú gætir vinsamlegast dreift upplýsingum um opna umsagnarferlið til þeirra sem það gæti varðað.

Hvernig á að skila inn umsögnum?

Við viljum helst fá umsögnina senda inn í gegnum eyðiblað sem nálgast má hér.

Einnig er hægt að senda umsögn með pósti til Miljömärkning Sverige AB, Box 38114, 100 64 Stockholm eða á netfangið hus@svanen.se (merkt „Consultation“ in the subject). Við biðjum þig vinsamlega um að taka það skýrt fram hvaða kafla eða kröfur er fjallað um í umsögninni.

Fyrir frekari spurningar, vinsamlegast hafðu samband við sérfræðing okkar

Elin Ottosson
E-mail: hus@svanen.se (write “Consultation” in the subject) or
telephone +46(0) 8-55 55 24 06.

Kynning á viðmiðunum

Ísland: 7. Febrúar. Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á bergthorak@ust.is minnst tveimur dögum fyrir kynninguna.

Hvað svo?

Þegar umsagnartímanum er lokið verða umsagnir teknar  saman, þær metnar og ný endurskoðuð tillaga af viðmiðum lögð fyrir umhverfismerkjaráð allra Norðurlandanna. Í kjölfarið  mun Norræna umhverfismerkjaráðið taka ákvörðun um útgáfu  nýrra viðmiða.

Allar umsagnir sem koma fram í þessu ferli og svör Svansins við þeim verða birtar í ákvörðun Norræna umhverfismerkjaráðsins sem verður aðgengileg á heimasíðu Svansins í tengslum við birtingu nýju útgáfu viðmiðanna.

Við hlökkum til að fá athugasemdir þínar eigi síðar en 15. mars 2022.

 

 

 

 

Fleiri fréttir