Opinn fundur fyrir söluaðila byggingavara
Umhverfisstofnun býður starfsfólki byggingavöruverslana morgunhressingu og kynningu á kröfum Svansins sem snúa að bygginga- og efnavörum og þá helst hvernig megi að markaðsetja vörur sem uppfylla þær kröfur.
Viðburðurinn fer fram miðvikudaginn 16.október kl 9:00 á Suðurlandsbraut 24, 5.hæð.
Í kynningunni munum við fjalla um:
- Bygginga- og efnakröfur Svansins
- Hvernig markaðsetja eigi samþykktar vörur
- Grænþvott
Kynninguna flytja Guðrún Lilja Kristinsdóttir og Katla Þöll Þórleifsdóttir, sérfræðingar í teymi hringrásarhagkerfis
Svansvottunarferli bygginga tekur á þáttum eins og innivist, efnanotkun, hringrásarhagkerfinu og fleira og spilar þar val á byggingavörum stóran þátt í vottunarferlinu. Á síðustu árum hefur fjölda verkefna sem votta eftir viðmiðum nýbygginga eða endurbóta fjölgað svo um munar og hafa því miklar breytingar orðið á þegar kemur að umhverfismerktum vörum og öðrum vörum sem gjaldgengar eru í umhverfisvottaðar byggingar.