fbpx
30. ágúst 2022

Uppgjör Svansins 2021

Uppgjör Svansins fyrir árið 2021 liggur nú fyrir. Í uppgjörinu má sjá að mikil uppsveifla hefur verið í tekjum af umsóknargjöldum Svansins á síðustu árum, en aukninguna má fyrst og fremst rekja til aukins áhuga byggingariðnaðarins á Svaninum. Samhliða þessu dregst saman sá framlag úr ríkissjóði til reksturs merkisins. Framlag úr ríkissjóði er áætlað sem sá hluti gjalda sem ekki er hægt að greiða með beinum tekjum. Ef síðustu 5 ár eru skoðuð má sjá að stöðug aukning er einnig í tekjum frá erlendum árgjöldum, þ.e.a.s. tekjur Svanins á Íslandi sem verða til við innflutning og sölu á Svansvottuðum vörum framleiddum erlendis.

Sem fyrr er launakostnaður lang stærsti kostnaðarliður í rekstrinum.

Umhverfismerkið Svanurinn hefur leitast við að birta uppgjör fyrir síðustu ár á heimasíðu merkisins til að auka gagnsæi og til að leyfishafar og aðrir haghafar geti nálgast upplýsingar um fjármögnun merkisins og nýtingu þessa fjármagns.

Fleiri fréttir