fbpx
7. mars 2023

Vistbyggð hlýtur Svansvottun fyrir Urriðaholtsstræti 44-74.

Á dögunum fékk Vistbyggð afhent sitt fyrsta Svansvottunarleyfi fyrir raðhús sem staðsett eru í Urriðaholtinu, nánar tiltekið Urriðaholtsstræti 44-74 í Urriðaholti, Garðabæ.

Íbúðarhúsin eru sextán talsins og standa saman í tveimur lengjum. Þau eru byggð úr Svansvottuðum krosslímdum timbureinungum framleiddar af KLH Massivholtz í Austurríki og fluttar inn af Element ehf.

Mikill metnaður var lagður í umhverfismál við byggingu húsanna en náttúruleg dagsbirta er sérstaklega góð innandyra, hugað var vel að hljóðvist, loftgæði og fleiru sem tengist innivist og jákvæðri upplifun íbúa. Vistbyggð lét einnig framkvæma lífsferilsgreiningu og er kolefnisfótspor húsanna 303 kg CO2/m2.

Við óskum Vistbyggð innilega til hamingju!

 

Fleiri fréttir