fbpx

Markaðsherferð Svansins – Leyfishafar komið með!

Við hvetjum ykkur til að taka þátt í markaðsherferð Svansins. Þið fáið aðgang að öllu markaðsefni, á íslensku.

Þið, Svansleyfishafar, hafið lagt mikið á ykkur til að uppfylla allar kröfur Svansins. Það þurfa neytendur að vita!

Önnur umferð samnorrænnar markaðsherferðar Svansins, sem fyrst fór í loftið sumarið 2023, byrjar í febrúar 2024.

Herferðin fer fram á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.

Hér er dæmi um auglýsingu:

Hvernig geta leyfishafar nýtt sér herferðina?

  • Nota Svanslógóið og glænýja slagorð Svansins „Harðar kröfur, auðvelt val“
  • Nýta ykkur hugmyndir og texta sem skrifaðir voru fyrir herferðina og er að finna í þessum   markaðsherferðarpakka.
  • Því fleiri sem miðla sömu skilaboðum, því víðtækari áhrif.

Um hvað snýst herferðin?

Í herferðinni sýnum við brot úr viðtölum við vörur sem ekki stóðust kröfur Svansins og heyrum þeirra reynslu af vottunarferlinu. Með þessu viljum við sýna:

  • Fyrir hvað Svansmerkið stendur
  • Hvers vegna Svanurinn gerir ákveðnar kröfur
  • Hvernig við greinum okkur frá öðrum umhverfismerkjum

Allt á léttan og skemmtilegan hátt!

Ýmsir leyfishafar á Norðurlöndunum hafa nýtt sér herferðina í eigið markaðsefni. Hér má sjá, frá vinstri, norskt, danskt, sænskt og finnskt dæmi um samfélagsmiðlabirtingar sem nýttu sér herferðina í eigið efni.

Grunnupplýsingar norrænu herferðarinnar má svo sjá hér:

Hafið samband

Ekki hika við að vera í sambandi við Ester Öldu með hverslags spurningar, hugmyndir eða upplýsingar tengdum markaðsherferðinni. Við viljum endilega heyra af og fylgjast með áformum í tengslum við markaðsefni sem nýtir Svaninn.

Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir

Sérfræðingur

ester.alda.hrafnhildar.bragadottir@umhverfisstofnun.is

591 2000