Af hverju að velja Svansvottun?
Svansmerkið er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem tekur til alls lífsferils vöru og þjónustu. Svansvottuð vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.
Svansvottun er auðveld leið til að miðla umhverfisstarfi fyrirtækis og sendir neytendum skýr skilaboð um að fyrirtækið vinni markvisst að því að draga úr umhverfisáhrifum í öllum lífsferli vörunnar. Svansmerkið er áreiðanleg vottun sem 93% Íslendinga þekkja.
Hvað er hægt að Svansvotta?
Í dag eru til Svansviðmið fyrir um 60 mismunandi flokka vöru og þjónustu og yfir 40.000 vörur og þjónusta bera nú merki Svansins á öllum Norðurlöndunum. Á Íslandi hafa þjónustufyrirtæki verið duglegust að sækja um Svaninn en fjölmargar vörur sem bera umhverfismerkið Svaninn eru fluttar inn og seldar hérlendis.
Smelltu á leita til að sjá hvað er til Svansvottað í vörulista Svansins!