fbpx

Svansdagar
26. sept - 6. okt 2024

Skoða nánar

Saman byggjum við
græna framtíð

Skoða nánar

Viltu slást
í hópinn?

Sækja um

Veldu Svaninn
fyrir umhverfið
og heilsuna

Skoða nánar

Af hverju að velja Svansvottun?

Svansmerkið er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem tekur til alls lífsferils vöru og þjónustu. Svansvottuð vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.

Svansvottun er auðveld leið til að miðla umhverfisstarfi fyrirtækis og sendir neytendum skýr skilaboð um að fyrirtækið vinni markvisst að því að draga úr umhverfisáhrifum í öllum lífsferli vörunnar. Svansmerkið er áreiðanleg vottun sem 93% Íslendinga þekkja.

Nánar um svaninn

Hvað er hægt að Svansvotta?

Í dag eru til Svansviðmið fyrir um 60 mismunandi flokka vöru og þjónustu og yfir 40.000 vörur og þjónusta bera nú merki Svansins á öllum Norðurlöndunum. Á Íslandi hafa þjónustufyrirtæki verið duglegust að sækja um Svaninn en fjölmargar vörur sem bera umhverfismerkið Svaninn eru fluttar inn og seldar hérlendis.

Smelltu á leita til að sjá hvað er til Svansvottað í vörulista Svansins!

Reynslusögur

„Framtíðarsýn okkar í Krónunni er að hjálpa viðskiptavinum að lifa heilbrigðum og sjálfbærum lífsstíl og teljum við að Svansvottunin hjálpi okkur að ná því markmiði, aðgreini okkur á markaði og geri okkur leiðandi í sjálfbærni.“

Heiðdís Inga Hilmarsdóttir
Verkefnastjóri sjálfbærnimála - Krónan

„Mæli 100% með Svansvottun þar sem hún á við og sérstaklega í allri framleiðslu. … Hef sagt það áður að Svanurinn er í raun lítið gæðakerfi því allt verður gegnsætt í framleiðslunni.“

Ólafur Stolzenwald
Prentsmiðjan GuðjónÓ

„Ávinningurinn fyrir umhverfið er augljós eftir að við höfðum gengið í gegnum vottunarferlið. Minni sápa fer út í umhverfið, minna sorp stafar frá fyrirtækinu og dregið hefur verið úr sóun á vatni og orku. Ávinningurinn fyrir okkur er stjórntæki sem nýtist gríðarlega vel í rekstrinum og hefur virkað sem gæðastýring líka.“

Arndís Soffía Sigurðardóttir
Framkvæmdastjóri - Hótel Fljótshlíð

„Svansvottunin var einhvern veginn eðlilegt framhald á því starfi sem við vorum að vinna … en kaffihús okkar voru fyrst hér á landi til að fá vottun umhverfismerkis Svansins. Vottunin hjálpar og hvetur okkur að vinna áfram með umhverfismál.“

Marta Rut Pálsdóttir
Rekstrarstjóri - Kaffitár

„Það er okkar reynsla að ferlið styður við hagkvæmni í viðkvæmu rekstrarumhverfi.“

Sigríður Ólafsdóttir
Farfuglar
Sækja um svaninn

Fréttir