fbpx
9. janúar 2024

Endurskoðuð gjaldskrá Svansins

Í lok síðasta árs var samþykkt ný og endurskoðuð gjaldskrá* fyrir norræna umhverfismerkið Svaninn nr. 1445/2023. Helstu breytingar snúa að því að því að hækka gjöld í samræmi við aukinn kostnað og samstíga því að auka samræmi á milli gjaldskráa Norðurlandanna. 

Tilefni þykir til að lista upp helstu breytingar sem samþykktar voru: 

Umsóknar- og endurnýjunargjald Svansins 

  • Almennt hækkuð, en gjöldin höfðu ekki verið hækkuð í rúman áratug og endurspegluðu þ.a.l. ekki þær hækkanir sem hafa orðið vegna kostnaðarliða vegna vinnu við vottunina.
  • Vegna vottunar á vörum var bætt við e- og f-lið 2.gr. gjaldskrárinnar svo tryggja megi að umsóknar- og endurnýjunargjöld nái í auknum mæli utan um vinnu stofnunarinnar þegar kemur að vottun á vörum. Þetta er þar sem fjölmargar vörur geta verið undir hverri umsókn og fjöldi vara hefur mikil áhrif á vinnuframlag stofnunarinnar.
  • Afsláttur var innleiddur í fermetragjaldi fyrir nýbyggingar og endurbætur bygginga fyrir hvern fermetra umfram 20.000 fermetra.

Árgjald Svansins

  • Lágmarksárgjald var hækkað í 4. gr. gjaldskrárinnar 
  • Hámarksárgjald var lækkað í 1-lið til samræmingar við norrænu gjaldskrá umhverfismerkisins 

Hér má sjá uppfærða gjaldskrá í heild sinni. 

Hér má svo sjá hvar hún birtist í stjórnartíðindum.  

 

*Í 4. mgr. 35. gr. laga nr. 7/1998 kemur fram að stofnuninni sé heimilt að innheimta þjónustugjald fyrir ýmis störf tengd umhverfismerkjum, í samræmi við gjaldskrá sem ráðherra setur. Í 22. gr. reglugerðar nr. 160/2017 um umhverfismerki er einnig fjallað um gjaldtökuheimildir Umhverfisstofnunar og gjaldskrá sem setja skal hvað varðar eftirlits- og umsóknargjald sem stofnunin innheimtir vegna vinnu sinnar í tengslum við umhverfismerki. 

 

Fleiri fréttir