fbpx
13. október 2023

Hótel Fljótshlíð fær endurvottun Svansins

Ívar Þormarsson eigandi Hótel Fljótshlíðar og Guðrún Lilja Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Svansins

Hótel Fljótshlíð lauk nýlega við endurvottun norræna umhverfismerkisins Svansins.

Hótelið er fjölskyldufyrirtæki sem er starfrækt að Smáratúni í Fljótshlíð og hefur haft sjálfbærnistefnu að leiðarljósi síðan 2007 og verið leyfishafi Svansins síðan 2014.

Mikill metnaður er lagður í að lágmarka sóun af öllu tagi. Sem dæmi má nefna að handklæði sem eru orðin slitin eru klippt niður og notuð í stað einnota handþurrka og allur kaffikorgur er nýttur til framleiðslu kaffiskrúbbs sem stendur gestum til boða.

Við óskum Hótel Fljótshlíð innilega til hamingju með endurvottunina og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

Fleiri fréttir