fbpx
17. nóvember 2022

Námskeið í Svansvottunum bygginga

Þann 2. nóvember s.l. var haldið námskeið hjá IÐUNNI fræðslusetri um Svansvottanir bygginga. Námskeiðið var opið öllum en það fylltist hratt og því er stefnt að því að halda annað á nýju ári.

Sérfræðingar Svansins í byggingum þær Bergþóra Kvaran og Bergljót Hjartardóttir sáu um að halda námskeiðið en lögð var áhersla á að kenna að lesa í kröfur Svansins, vinna með viðmiðaskjalið, sækja um efnissamþykktir og fleira. Einnig var farið yfir skjalavörslu, hverju er mikilvægt að skila hvenær af sér, afhverju við erum að gera þetta og margt fleira.

Markmiðið var að nemendur myndu öðlast betri þekkingu á að verkefnastýra Svansvottuðu byggingarverkefni og geta þjónað hlutverki sem svokallaður ábyrgðaraðili verkefnisins

Námskeiðið þótti takast vel og verður vonandi ekki langt í að það næsta verði haldið.

Fleiri fréttir