fbpx
29. ágúst 2018

Ræstiþjónustan Iclean fær vottun Svansins

Ræstiþjónustan Iclean fékk í gær afhent Svansleyfi. Iclean er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 2015 og sótti fljótlega um vottun Svansins fyrir ræstingar. Í umsóknarferlinu tók ræstiþjónustan efnanotkun fyrirtækisins í gegn, bæði með tilliti til hlutfalls vottaðrar efnavöru og magns efnavöru sem fyrirtækið notar.

Til að hljóta vottun Svansins þarf efnanotkun ræstiþjónustunnar á hvern ræstaðan fermetra að vera undir vissum mörkum og þurfa að lágmarki 80% efnavöru að vera umhverfisvottuð auk þess sem efni eru bönnuð sem geta verið skaðleg umhverfinu og heilsu manna. Einnig eru kröfur gerðar á eldsneytisnotkun bifreiða miðað við hvern ræstaðan fermetra. Ennfremur er lögð rík áhersla á fræðslu og leiðbeiningar til starfsfólks og að fyrirtækið innleiði ferla svo tryggja megi gæði þjónustunnar.

Umhverfisstofnun óskar fyrirtækinu innilega til hamingju með áfangann og hlakkar til samstarfsins næstu ár.

Fleiri fréttir